Þórður útnefndur Eldhuginn

Frá árinu 1997 hefur Rótarýklúbbur Kópavogs valið árlega einstakling eða einstaklinga úr röðum Kópavogsbúa, sem með sérstöku framtaki hafa vakið athygli og umtal á þann hátt sem samræmist anda og hugsjón Rótarý.

Hér getur verið um að ræða afrek á sviði lista, menningarmála, nýjunga ýmisskonar, uppfinninga, björgunar úr lífsháska, íþrótta, mannlegra samskipta eða annara greina, sem nefndinni finnst skara framúr. Sem viðurkenningu mundi nefndin láta gera verðlaunagripi sem kallast Eldhuginn.

Þessa viðurkenningu hlaut að þessu sinni formaður Sögufélagsins Þórður St. Guðmundsson og er það í 20. skipti sem viðurkenning þessi veitt og má fullyrða að þetta er mikill heiður fyrir þórð og viðurkenning fyrir starf Sögufélagsins.