Vorganga Sögufélagsins 2018
Á laugardaginn kemur, þann 12. maí verður vorganga Sögufélagsins um slóðir skálda og annarra listamanna sem margir bjuggu vestast á Kársnesi. Við hittumst á bílaplani Kársnesskólans við Skólagerði kl. 11:00. Margir eiga ljúfar minningar frá veru sinni í skólanum sem nú er dæmdur ónýtur og verður trúlega jafnaður við jörðu. Nú, eftir smá yfirferð um sögu skólans förum við niður á Kársnesbraut og röltum í átt að gömlu sjoppunni og förum þar niður á göngustíginn við sjóinn og göngum að einu stærsta sólbirginu sem gert var á fyrstu árum sveitarfélagsins sem nú er 70 ára en Kópavogshreppur varð til með lögum frá Alþingi í ársbyrjun 1948.
Eins og venjulega verða með einstaklingar sem þekkja vel til svæðissins og segja frá því helsta sem markvert er.
Svo sjáumst við glöð í bragði á laugardaginn
ATH gangan er öllum opin.