49 ára gamalt rit vekur vonandi þorsta félaga í Sögufélagi Kópavogs

Á Héraðsskjalasafni Kópavogs kennir ýmissa grasa af skjölum og prentuðum ritum enda er hlutverk safnsins að varðveita og efla þekkingu á sögu bæjarins. Þar má m.a. finna afmælisbækling með söguágripi sem gefinn var út á tíu ára afmæli kaupstaðarréttinda Kópavogsbæjar árið 1965. Þessi bæklingur er hér með gerður aðgengilegur í stafrænu formi svo sem flestir sem áhuga hafa geti kynnt sér efni hans. Nú styttist í 60 ára afmæli kaupstaðaréttindanna 11. maí 2015 en þetta 49 ára gamla rit vekur vonandi þorsta félaga í Sögufélagi Kópavogs og annarra eftir frekari fróðleik um upphaf og þróun bæjarins.   10arabaekligur-1