Æviágrip Bjarna og Sigríðar á Fífuhvammsvegi 20 Kóp

Hér er frásögn Helgu Jörgensen um fólkið sem byggði Fífuhvammsveg 20 (nú Fífuhvammur 20). Frásögn þessa flutti Helga í fræðslugöngu Sögufélagsins og samgönu og umkverfisnefndar bæjarins þann 16. september 2015

Gert í tilefni að göngu SFK. 16. sept .2015

Ég bjó þar í þrjá mánuði 1987 það er góður andi í þessu húsi mér leið vel þar. Húsið var byggt og tekið í notkun árið 1953 af Bjarna Friðrikssyni Eyfirðingi og konu hans Sigríði Theódórsdóttur líka Eyfirðingur þau keyptu landið af Kvenfélaginu Hringnum. 1968 fengu þau heiðusverðlaun Kópavogsbæjar fyrir snyrtimennsku bæði í hænsnahúsum og gróðri á landinu
Faðir Sigríðar var Sr. Theódór Jónsson frá Auðkúlu, hann þjónaði Bægisá í 51 ár kona hans hét Jóhanna Gunnarsdóttir. Þau voru garðyrkjubændur í Hlíðarhaga í Hveragerði í 9 ár  síðar fluttust þau í Kópavog. Sigríður kenndi eitt ár við Húsmæðraskólann á Blöndósi hannyrðir og síðar matreiðslu við Húsmæðrask. Rvk. Bjarni og Sigríður felldu hugi saman en ekki þótti Bjarni samboðinn henni svo ekki fengu þau að eigast. Það kom fyrir að Bjarni gisti að Bægisá og átti þá prestmaddaman til að brenna rúmfatnað sem Bjarni hafði sofið við. Þau sátu í festum meira en 20 ár en eftir að foreldrar hennar létust giftu þau sig, þeim varð ekki barna auðið.


Eftir að þau fluttu í Kóp. var Bjarni með hænsni og kartöflur en Sigríður ræktaði gulrætur og hafði sem aukabúgrein. Ég keypti egg hjá þeim í nokkur ár alltaf var gott að koma til þeirra og manni var alltaf boðið í kaffi sem ekki var af verri endanum. Kristjana systir Sigríðar kom til þeirra frá Danmörku hún hafði dvalið víða erlendis við nám hún var eilífðar stúdent hún var þó með prófgráður sem löggiltur skjalaþýðandi á mörgum tungumálum. Bjarni var ekki hrifinn af mágkonu sinni og gerði góðlátlega grín af öllum lærdómnum. Hún kom með forláta húsgögn sem lágu undir skemmdum í kjallaranum.  Bjarni lést á Lsp. úr krabbameini. Sigríður var ekkja í mörg ár ég gæti trúað í um 10 ár. Þær systur fóru báðar í Sunnuhlíð að lokum og létust þar
Kristjana í Júlí 1989 og Sigríður apríl 1990 svo ekki var langt á milli þeirra systra. Bjarni var einstakt snyrtimenni eins og fram hefur komið áður og Sigríður mikil hanyrðakona átti skúffur fullar af dúkum og öðrum hannyrðum. Eftir að þau létust tók Kópavogsbær við húsinu og notaði fyrir Vinnuskóla Kópavogs á sumrin en á veturna var þar athvarf og kennsla fyrir unglinga sem ekki gátu fylgt venjulegri skóðagöngu.

Samatekt HJ.