Um Sögufélagið

Tilgangur félagsins er að stuðla að söfnun og varðveislu sögulegra og menningarlegra minja í Kópavogi og nágrenni. Ef þú lumar á fróðleik eða ljósmyndum, hafðu þá endilega hafa samband. Ekkert er einskis virði.

1. gr.
Félagið heitir Sögufélag Kópavogs. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi.

2. gr.
Tilgangur félagsins er að stuðla að söfnun og varðveislu sögulegra og menningarlegra minja í Kópavogi og nágrenni. Þeim tilgangi má ná með því að gefa út rit um sögu Kópavogs, að halda umræðufundi, fræðslufundi, standa fyrir vettvangsferðum og efna til ráðstefna er varða sögu Kópavogs, að styðja söfn er lúta að sögu Kópavogs, kynna þau og stuðla að afhendingu skjala og minja til þeirra.

Ekkert er einskis virði.