Sigurður Einarsson útvarpsvirki frá Mýrarkoti á Höfðaströnd f. 1917 - d. 2011 flutti í Kópavog um 1950 og bjó þar til dauðadags.
Hann var flinkur og ötull ljósmyndari, tók mikið af myndum hér í Kópavogi og víðar bæði hér á landi og erlendis. Hér eru sýndar nokkrar myndir Sigurðar úr Kópavogi.