Myndasafn Bogga

Jóhannes Borgfjörð Birgisson rennismíðameistari, best þekktur sem Boggi, er fæddur árið 1942. Hann flutti með foreldrum sínum til Kópavogs um 1950. Faðir Bogga var Birgir Kristjánsson járnsmiður, kunnur skeifnasmiður og járningamaður. Boggi starfaði mikið innan skátahreyfingarinnar bæði hér í Kópavogi og á landsvísu.

Hann var alla tíð mjög áhugasamur ljósmyndari og eftir hann liggur mikið og merkilegt safn mynda. Boggi starfaði sem ljósmyndari á dagblaðinu Vísi og einnig tók hann myndir fyrir blöð sem gefin voru út í tengslum við Landsmót skáta um árabil.


Hér eru myndir sem Boggi sýndi og spjallaði um á aðventukaffi Sögufélagsins og Héraðsskjalasafns Kópavogs laugardaginn 12. desember 2015.