1. gr.
Félagið heitir Sögufélag Kópavogs. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að stuðla að söfnun og varðveislu sögulegra og menningarlegra minja í
Kópavogi og nágrenni. Þeim tilgangi má ná með því
að gefa út rit um sögu Kópavogs,
að halda umræðufundi, fræðslufundi, standa fyrir vettvangsferðum og efna til ráðstefna er
varða sögu Kópavogs,
að styðja söfn er lúta að sögu Kópavogs, kynna þau og stuðla að afhendingu skjala og
minja til þeirra.
3. gr.
Allir sem hafa áhuga á tilgangi félagsins geta gerst félagar. Félagar skulu árlega greiða árgjald,
ákveðið af aðalfundi eftir tillögu stjórnar.
Kjörgengi hafa allir félagar enda séu þeir skuldlausir við félagið.
4. gr.
Heimilt er að útnefna heiðursfélaga á aðalfundi, að tillögu stjórnar. Heiðursfélagi er undanþeginn
félagsgjöldum en hefur sömu réttindi og hver annar fullgildur félagi.
5. gr.
Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert og boðaður með minnst tveggja vikna fyrirvara, með
tölvubréfum, póstbréfum eða með auglýsingu.
Fundarboð skal innihalda dagskrá. Aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri og skal hann í upphafi
kanna lögmæti fundar. Fundarstjóri og fundarritari skulu undirrita aðalfundargerð.
6. gr.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
Kosning fundarstjóra og ritara,
skýrsla stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári,
endurskoðaðir reikningar lagðir fram,
tillögur um lagabreytingar,
kjör stjórnar og skoðunarmanna reikninga,
önnur mál.
11. gr.
Lögum félagsins má ekki breyta nema á aðalfundi enda sé breytingartillagan kynnt í fundarboði.
Tillagabreytinga þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur til lagabreytinga skulu
berast stjórn eigi síðar en 5. janúar.
12. gr.
Félagsslit geta aðeins orðið á aðalfundi með samþykki ¾ hluta atkvæðisbærra fundarmanna.
Sama á við um sameiningu félagsins við annað félag með sama markmið, sbr. 2. gr. Verði tillaga
um slit eða sameiningu samþykkt, skal eigum félagsins ráðstafað í samræmi við tilgang þess sbr.
2. gr. og samkvæmt nánari ákvörðun síðustu stjórnar.
13. gr.
Lög þessi öðlast gildi á stofnfundi félagsins 10. nóvember 2011.
7. gr.
Aðalfundur kýs sex félagsmenn í stjórn auk formanns sem skal kosinn sérstaklega og tvo skoðunarmenn ársreikninga félagsins. Stjórn er kjörin til tveggja ára í senn og
skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Í stjórn skulu vera: formaður, ritari, gjaldkeri og fjórir meðstjórnendur. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði formanns.
Ritari skal skrifa fundargerð stjórnarfunda og skulu formaður og ritari undirrita hana.
Stjórn félagsins fer með æðsta vald þess milli aðalfunda.
8. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Hálfum mánuði fyrir aðalfund skal gjaldkeri skila
ársreikningi til skoðunarmanna reikninga.
9. gr.
Ritari félagsins er jafnframt skjalavörður þess. Skjöl félagsins skal varðveita á öruggum stað.
Fundargerðir skal færa á öllum fundum félagsins, aðalfundum, stjórnarfundum, fræðslufundum
o.s.frv. Fundargerðir stjórnar skal færa í sérstaka bók.
10. gr.
Á fræðslufundum og ráðstefnum á vegum félagsins skal stjórn leitast við að fá fyrirlesara bæði úr
hópi leikra og lærðra sem best þekkja til um sögu Kópavogs.
Þyki tilefni til skal stjórn leitast við að gefa erindi fyrirlesara út á þeim vettvangi sem stjórn velur, í
samráði og samstarfi við höfund.