Viðburðir

Fræðslu og skemmtifundur í MK
  21.11.2015 kl: 11:00 - 13:00

Fræðslu og skemmtifundur í MK

Viðburði er lokið

Laugardagsmorguninn 21. nóvember n.k. kl: 11:00 verður fundur í sal Menntaskóla Kópavogs í boði Sögufélags Kópavogs þar sem hugmyndin er að ganga í huganum austur Nýbýlaveg eins og hann var um 1960 frá Hafnarfjarðarvegi að Þverbrekku. Staðkunnugir einstaklingar leiða gönguna og segja frá því sem merkilegt er á þessari leið. Fundurinn er öllum opinn og verður kaffisala til styrktar nemendafélagi skólans opin.   

Aðventukaffi
  12.12.2015 kl: 14:00 - 16:00

Aðventukaffi

Viðburði er lokið

Ágæti félagi í Sögufélagi Kópavogs, laugardaginn, 12. desember, frá kl. 14:00 til 16:00 bjóðum við ásamt Héraðsskjalasafninu til aðventukaffis á Digranesvegi 7. Við ætlum að láta eitthvert áhugavert myndefni rúlla á tjaldinu svo er bara alltaf gaman að hitta gamla félaga og spjalla saman. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir.

Safnanótt
  05.02.2016 kl: 19:00 - 23:59

Safnanótt

Viðburði er lokið

Ágæti félagi!

Næstkomandi föstudagskvöld, 5. febrúar, verður Safnanótt í fjölmörgum söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega vekjum við athygli á dagskrá sem við komum að með Héraðsskjalasafni Kópavogs að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu). Til sýnis verða margir merkilegir gamlir munir sem koma við sögu Kópavogs og rekið hafa á fjörur okkar og safnsins. Einnig verða sýndar gamlar ljósmyndir úr Kópavogi, sérstaklega úr safni Sigurðar Einarssonar og Samúels Guðmundssonar. Opið verður frá kl. 19-24. Vonandi sjáum við ykkur sem flest!

 

Stjórnin.

Aðalfundur Sögufélags Kópavogs
  21.02.2016 kl: 13:00 - 14:30

Aðalfundur Sögufélags Kópavogs

Viðburði er lokið

Aðalfundur Sögufélags Kópavogs

Sögufélag Kópavogs heldur aðalfund í sal Kópavogsskóla sunnudaginn

21. febrúar kl. 13:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu nokkrir af fyrstu nemendum Menntaskólans í Kópavogi segja frá upphafsárum skólans í Kópavogsskóla þar sem hann bjó við mikil þrengsli. Þetta verður áhugaverður og skemmtilegur fundur.

Allir velkomnir,

stjórnin.