Fræðslu og skemmtifundur í MK
Viðburði er lokið
Laugardagsmorguninn 21. nóvember n.k. kl: 11:00 verður fundur í sal Menntaskóla Kópavogs í boði Sögufélags Kópavogs þar sem hugmyndin er að ganga í huganum austur Nýbýlaveg eins og hann var um 1960 frá Hafnarfjarðarvegi að Þverbrekku. Staðkunnugir einstaklingar leiða gönguna og segja frá því sem merkilegt er á þessari leið. Fundurinn er öllum opinn og verður kaffisala til styrktar nemendafélagi skólans opin.