Fréttir

  8.3.2014 17:55:31

49 ára gamalt rit vekur vonandi þorsta félaga í Sögufélagi Kópavogs

Á Héraðsskjalasafni Kópavogs kennir ýmissa grasa af skjölum og prentuðum ritum enda er hlutverk safnsins að varðveita og efla þekkingu á sögu bæjarins. Þar má m.a. finna afmælisbækling með söguágripi sem gefinn var út á tíu ára afmæli kaupstaðarréttinda Kópavogsbæjar árið 1965. Þessi bæklingur er hér með gerður aðgengilegur í stafrænu formi svo sem flestir sem áhuga hafa geti kynnt sér efni hans. Nú styttist í 60 ára afmæli kaupstaðaréttindanna 11. maí 2015 en þetta 49 ára gamla rit vekur vonandi þorsta félaga í Sögufélagi Kópavogs og annarra eftir frekari fróðleik um upphaf og þróun bæjarins.

Lesa meira
  3.3.2014 17:55:10

Um 150 manns tóku þátt í minningarathöfn

Um 150 manns tóku þátt í minningarathöfn um systkinin frá Hvammkoti sem haldin var við Kópavogslæk um helgina. Tvö systkinanna á unglingsaldri drukknuðu í læknum á leið sinni frá Reykjavík árið 1874. Þriðja systkinið, stúlka, sem var með í för komst af við illan leik. Við athöfnina var afhjúpaður minninarskjöldur um atburðinn. Athöfnin hófst á því að Frímann Ingi Helgason, stjórnarmaður í Sögufélagi Kópavogs, bauð gesti velkomna. Arnhildur Jónsdóttir leikkona las kvæði Matthíasar Jochumssonar Börnin frá Hvammkoti. Sr. Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju flutti ávarpsorð og fjallaði um atburðinn. Minningarskjöldurinn var svo afhjúpaður af þeim frændsyskinum Árna Sigurðssyni og Þórunni Önnu Sigurðardóttur, en langamma þeirra Sigríður Elísabet Árnadóttir var sú systkinanna frá Hvammkoti sem komst lífs úr læknum.

Lesa meira
  13.9.2013 17:54:52

Síðsumarganga

Fræðsluganga umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs og Sögufélags Kópavogs 5. september 2013 um Snælandsland og vestanverðan Fossvogsdal. Fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs og Þórður St. Guðmundsson, formaður Sögufélagsins. Sögulegar upplýsingar eru frá ritara fræðslugöngunnar, Guðlaugi R. Guðmundssyni sagnfræðingi, sem er að rita bók um Örnefni og kennimerki í landi Kópvogsbæjar. Göngumenn söfnuðust saman við bílastæðin við Fagralund, íþróttasvæði HK í Fossvogsdal klukkan 17:30. Um 60 göngumenn lögðu síðan af stað í vestur og þræddu stíga um dalinn og mýrarsvæðið á mörkum Digranesjarðar og Kópavogsjarðar annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar.

Lesa meira
  23.8.2013 17:54:29

Ferð Sögufélags Kópavogs um Lækjarbotnasvæðið

Ekið var frá Kópavogsskóla í fjallabíl frá Teiti. Um 50 manns tóku þátt í ferðinni. Konur voru í meirihluta og elsti farþeginn var Auður Jónsdóttir, leikkona og leikstjóri sem er að verða 95 ára. Fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru þeir Þórður St. Guðmundson, formaður Sögufélags Kópavogs og Gunnar Marel Hinriksson skjalavörður.Farþegar fengu ljósrit af korti af landi Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna sem GRG gerði fyrir Sögu Kópavogs árið 1989 og er því bætt aftan við textann.

Lesa meira