Fréttir

Blog image
  19.6.2012 17:14:22

Hestasteinninn frá Digranesbænum er kominn heim

Mánudagurinn fjórði júní s.l var merkisdagur í Álfhólsskóla. Skólaári nemenda lauk þennan dag og síðdegis stóð Sögufélag Kópavogs í samráði við forráðamenn skólans fyrir stuttri athöfn þar sem Grétar Sigurðsson dóttursonur síðustu ábúenda í Digranesi afhenti skólanum og Kópavogsbúum gamla hestasteininn frá bænum að gjöf.Forsaga málsins er sú að þegar Sögufélagið var að skipuleggja fræðslugöngu á Digranesslóðir á Kópavogsdögum nú í vor þótti sjálfsagt að hafa samband við Grétar.

Lesa meira