Fréttir

  13.2.2013 17:53:39

Sögufélagið hjálpar til við framkvæmd Safnanætur á Héraðsskjalasafni Kópavogs

Um 170 manns sóttu Héraðsskjalasafn Kópavogs heim á vel heppnaðri Safnanótt sl. föstudagskvöld. Var almenn ánægja meðal gesta og stoppuðu þeir lengi við myndasýningu Sögufélagsins, sýningu á skjölum íþróttafélaga í Kópavogi, fylgdust með og telfdu við við upprennandi skáksnillinga frá skákdeild Breiðabliks og fóru í skoðunarferðir um nýtt húsnæði safnsins. Vegna flutninga safnsins í fyrra gat Héraðsskjalasafn Kópavogs ekki tekið þátt í Safnanótt 2012 en samanburður við aðsókn á Safnanótt árin 2010 og 2011 er augljóst að aukinn sýnileiki safnsins í nýju húsnæði, bætt aðstaða til sýningahalds og á allan hátt hentugra umhverfi auk góðs samstarfs við Sögufélag Kópavogs hefur aukið áhuga bæjarbúa á Héraðsskjalasafninu og þeirri starfsemi sem þar fer fram.

Lesa meira
Blog image
  2.12.2012 17:53:03

„Clausenhúsið“ In memoriam?

Frímann Ingi Helgason flutti félagsmönnum drög að grein um Erfðaleigulandið númer L í Digraneslandi á spjallfundi Sögufélags Kópavogs 23. nóvember 2012 og birtist nú á heimasíðu félagsins. Frímann biður þá sem bætt geta við greinina eða leiðrétt í henni hugsanlegar missagnir að hafa samband. Einnig væru vel þegnar upplýsingar um hvar væri að finna myndir af húsinu eða umhverfi þess frá fyrri árum. Slíkar myndir hef ég ekki fundið þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan. Áformað er að birta greinina á heimasíðu Sögufélagsins (vogur.is) að nýju þegar hún er fullgerð. Frásögn Frímanns má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Lesa meira
  23.9.2012 17:52:31

Síðsumarsganga umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs um Leirdalssvæðið

Laugardaginn 22. september efndi umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs til síðsumarsgöngu um Leirdalssvæðið. Margrét Björnsdóttir kynnti gönguna í upphafi fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri stjórnaði göngunni. Gengið var upp á Hádegishól og sagði undirritaður lítillega frá hólnum og umhverfi. Um 60 metrum suðvestan við Stúpuna á hólnum eru rústir sem Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur hefur rannsakað og ritað um. Fornleifarannsóknir hennar voru gerðar vegna fyrirhugaðs umróts við gerð Arnarnesvegar.

Lesa meira