Sögur og fróðleikur

  17.2.2016 18:22:26

Flakkað um Kópavog

Hér eru hljóðupptökur af Rás 2 þegar Hrafn A. Harðarson rölti með Lísu Páls um vesturbæ Kópavogs.

Lesa meira
Blog image
  16.12.2015 19:35:58

Á að flytja bæjarskrifstofurnar?

Vegna þeirrar umræðu sem fram fer um þessar mundir í bæjarstjórn Kópavogs um hugsanlegan flutning bæjarskrifstofanna úr Félagsheimilinu við Fannborg niður í Kópavogsdal finnst okkur við hæfi að rifja upp ræðuna sem Finnbogi Rútur Valdemarsson,formaður byggingarnefndar Félagsheimilisins, flutti þegar fyrsti áfangi þessa merka húss var tekinn í notkun í apríl 1959. Ræðan birtist þann 14. apríl 1959 í blaðinu Kópavogur.

Lesa meira
Blog image
  11.12.2015 21:18:20

BÚÐIR OG FÓLK

Vöruúrvalið í Guðnabúð var ansi gott og verslunin nýmóðins með sjálfsafgreiðslu- eða kjörbúðarsniði. Horfið var frá hveiti og sykri í skúffum sem þurfti að vigta í bréfpoka af réttum stærðum, bara kjöt og fars var vigtað og afgreitt úr sérstöku kjötborði þar sem Magga stóð pliktina með blíðlegu brosi. Stundum var erfitt að fá egg, t.d. fyrir jól og varð að viðhafa mikla útsjónarsemi og fyrirhyggju svo þau mál færu ekki í vaskinn, þótt ekki væru sortirnar 17 sem maður bakaði.

Lesa meira
Blog image
  4.12.2015 21:18:05

AÐ BÚA Á KÁRSNESINU UM 1965

Í raun var Kársnesið eins og lítið þorp að sumu leyti.Göturnar voru rauðamöl og aftur rauðamöl, þegar nýbúið var að bera ofan í varð að draga barnavagninn, annars stóð allt fast. Fremur fáir bílar voru í eigu þeirra sem þarna bjuggu, daglegir aðdrættir voru í höndum húsmæðranna en flestar konur unnu heima. Á einstöku heimili var bíll en karlinn notaði hann til að komast í vinnu en sinnti oft um leið innkaupum til heimilisins í Reykjavík. Börn voru á hlaupum alls staðar, engar girðingar, lítil ræktun í görðunum, kannski kál- og kartöflugarðar og það var hægt að hlaupa á milli hvar sem var.

Lesa meira