Sögur og fróðleikur

Blog image
  24.11.2015 18:17:18

AÐ EIGNAST ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ

Við hjónin fluttum í Kópavoginn síðla hausts árið 1961 með eitt barn og annað á leiðinni. Okkur bráðvantaði að byggja yfir okkar stækkandi fjölskyldu en þá var ekki með nokkru móti hægt að fá lóðir í Reykjavík þar sem við bjuggum, nema kannski fyrir blokkir. Kópavogur bauð menn velkomna og deildi út lóðum af miklum rausnarskap, helst til ungs barnafólks.

Lesa meira
Blog image
  3.11.2015 18:24:36

Æviágrip Bjarna og Sigríðar á Fífuhvammsvegi 20 Kóp

Hér er frásögn Helgu Jörgensen um fólkið sem byggði Fífuhvammsveg 20 (nú Fífuhvammur 20). Frásögn þessa flutti Helga í fræðslugöngu Sögufélagsins og samgönu og umkverfisnefndar bæjarins þann 16. september 2015

Lesa meira
Blog image
  20.2.2014 17:57:37

Dauðinn er lækur, en lífið er strá

Kópavogslækurinn tifar létt um máða steina og vekur að jafnaði litla athygli hjá þeim sem þeysast eftir Hafnarfjarðarveginum yfir lækjarósinn við Kópavoginn. Sigfús Halldórsson sem nýkjörinn heiðursborgari Kópavogs 27. mars 1994 hélt myndlistarsýningu sem snerist einvörðungu um Kópavogslækinn undir nafninu „Lækur tifar“. Lækurinn er vel brúaður og vatnasvið hans án efa breytt verulega frá því sem áður var vegna byggðar og framræslu. Kópavogslækurinn á upptök sín í Breiðholtsmýri og rennur sunnan við Digraneshálsinn eftir Kópavogsdalnum út í Kópavog, um land hinna gömlu lögbýla Breiðholts, Fífuhvamms og Kópavogs og var á kafla landamerki Digraness og Fífuhvamms. Lækurinn hefur einnig verið kallaður Hvammkotslækur. Vitað er til þess að hann hafi verið kallaður Breiðholtslækur, Digraneslækur og Fífuhvammslækur.

Lesa meira
  19.5.2013 17:57:13

Húsið á hálsinum

Rétt er að nefna að á síðu 16. er nafnið Ernst Bachmann skrifað, en þar á að standa Wilhelm Ernst Beckmann.

Lesa meira