Þórður útnefndur Eldhuginn
Frá árinu 1997 hefur Rótarýklúbbur Kópavogs valið árlega einstakling eða einstaklinga úr röðum Kópavogsbúa, sem með sérstöku framtaki hafa vakið athygli og umtal á þann hátt sem samræmist anda og hugsjón Rótarý.
Frá árinu 1997 hefur Rótarýklúbbur Kópavogs valið árlega einstakling eða einstaklinga úr röðum Kópavogsbúa, sem með sérstöku framtaki hafa vakið athygli og umtal á þann hátt sem samræmist anda og hugsjón Rótarý.
Laugardagsmorguninn 21. nóvember 2015 var stórskemmtilegur skemmti -og fræðslufundur á vegum Sögfélas Kópavogs í sal Menntaskóla Kópavogs. Uppleggið var,að ganga undir leiðsögn staðkunnugra , austur Nýbýlaveg eins og hann var um 1960 fjölmargar skemmtilegar ljósmyndir af húsum og umkverfi voru sýndar . Á annað hundrað manns komu á viðburðinn fólk skemmti sér vel þó einhverjir gallar hafi verið á hljógæðum.
Stjórn Sögufélagsins afhendir Hrafni Sveinbjarnarsyni forstöðumanni Héraðsskjalasafns Kópavogs að gjöf ritið Sýslumannaæfir sem félagið fékk úr dánarbúi Guðbjörns Bjarna Arnórssonar.
Á Héraðsskjalasafni Kópavogs kennir ýmissa grasa af skjölum og prentuðum ritum enda er hlutverk safnsins að varðveita og efla þekkingu á sögu bæjarins. Þar má m.a. finna afmælisbækling með söguágripi sem gefinn var út á tíu ára afmæli kaupstaðarréttinda Kópavogsbæjar árið 1965. Þessi bæklingur er hér með gerður aðgengilegur í stafrænu formi svo sem flestir sem áhuga hafa geti kynnt sér efni hans. Nú styttist í 60 ára afmæli kaupstaðaréttindanna 11. maí 2015 en þetta 49 ára gamla rit vekur vonandi þorsta félaga í Sögufélagi Kópavogs og annarra eftir frekari fróðleik um upphaf og þróun bæjarins.