Sögufélagið hjálpar til við framkvæmd Safnanætur á Héraðsskjalasafni Kópavogs
Um 170 manns sóttu Héraðsskjalasafn Kópavogs heim á vel heppnaðri Safnanótt sl. föstudagskvöld. Var almenn ánægja meðal gesta og stoppuðu þeir lengi við myndasýningu Sögufélagsins, sýningu á skjölum íþróttafélaga í Kópavogi, fylgdust með og telfdu við við upprennandi skáksnillinga frá skákdeild Breiðabliks og fóru í skoðunarferðir um nýtt húsnæði safnsins. Vegna flutninga safnsins í fyrra gat Héraðsskjalasafn Kópavogs ekki tekið þátt í Safnanótt 2012 en samanburður við aðsókn á Safnanótt árin 2010 og 2011 er augljóst að aukinn sýnileiki safnsins í nýju húsnæði, bætt aðstaða til sýningahalds og á allan hátt hentugra umhverfi auk góðs samstarfs við Sögufélag Kópavogs hefur aukið áhuga bæjarbúa á Héraðsskjalasafninu og þeirri starfsemi sem þar fer fram.