Fréttir

Blog image
  10.9.2012 17:50:04

Kópavogsbíó 1959-1975

Í Héraðsskjalasafni Kópavogs hefur nú verið opnuð sýningin Kópavogsbíó 1959-1975. Saga Kópavogsbíós er samofin sögu Félagsheimilis Kópavogs, en á fundi bæjarstjórnar 19. september 1958 var samþykkt að reka þar kvikmyndahús. Félagsheimilið var svo vígt 20. mars 1959. Á sýningu Héraðsskjalasafnsins er saga bíósins rakin í máli og myndum allt frá reikningnum fyrir sýningarvélunum og skýrslum um myndaleigu til annarra kvikmyndahúsa víða um land til ákvörðunarinnar um að hætta rekstri þess árið 1975. Kvikmyndir sem bíóið sýndi fá vitaskuld einnig sinn sess á sýningunni, bíóprógrömm og stiklur úr myndum eru sýndar ásamt mörgu fleiru. Sýningin stendur út október og eru allir velkomnir á afgreiðslutíma safnsins, kl. 10-16 virka daga að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu).

Lesa meira
Blog image
  30.8.2012 17:49:39

Hamraborgarheitið og miðbær Kópavogs

Eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson Stutt er síðan þéttbýli myndaðist í Kópavogi. Á fyrstu árum þéttbýlismyndunar í Gullbringu- og Kjósarsýslu var Kópavogur hluti Seltjarnarneshrepps hins forna. Hreppsnefndin var lengi mjög treg til að heimila varanlega búsetu í Kópavogi. Fyrsta skipulagða svæðið til bygginga var því ekki samþykkt fyrr en árið 1948 þegar Kópavogshreppur varð til sem sérstakt sveitarfélag. Erfitt var að fá úthlutunarleyfi undir lóðir allt til 1957 en þá keypti hinn nýi Kópavogskaupstaður jarðirnar Kópavog og Digranes af ríkinu. Með þessari breytingu kom það í hlut bæjarstjórnar og byggingarnefndar Kópavogs að úthluta lóðum og byggingarleyfum.

Lesa meira
Blog image
  2.7.2012 17:49:15

Fræðsluganga Sögufélagsins á slóðir gamla Digranesbæjarins

Í tilefni af Kópavogsdögum 2012 stóð Sögufélag Kópavogs í samvinnu við Héraðsskjalasafnið og Náttúrufræðistofu fyrir fræðslugöngu á slóðir gamla Digranesbæjarins þriðjudaginn 8.maí. Mæting var á bílastæði Álfhólsskóla. Þetta var létt eins og hálfs tíma ganga undir leiðsögn Guðlaugs R. Guðmundssonar. Allir voru hjartanlega velkomnir og þeir sem þekkja vel til svæðisins miðluðu upplýsingum til annarra þátttakenda á meðan á göngunni stóð.

Lesa meira
Blog image
  19.6.2012 17:14:22

Hestasteinninn frá Digranesbænum er kominn heim

Mánudagurinn fjórði júní s.l var merkisdagur í Álfhólsskóla. Skólaári nemenda lauk þennan dag og síðdegis stóð Sögufélag Kópavogs í samráði við forráðamenn skólans fyrir stuttri athöfn þar sem Grétar Sigurðsson dóttursonur síðustu ábúenda í Digranesi afhenti skólanum og Kópavogsbúum gamla hestasteininn frá bænum að gjöf.Forsaga málsins er sú að þegar Sögufélagið var að skipuleggja fræðslugöngu á Digranesslóðir á Kópavogsdögum nú í vor þótti sjálfsagt að hafa samband við Grétar.

Lesa meira